Unglingadeildin Glaumur þakkar stuðninginn

Unglingadeildin Glaumur á Hofsósi hafði samband við Feyki og vildi þakka ómetanlegan stuðning vegna áheitagöngunnar sem þau gengu sl. föstudag. Gengið var með einn meðlim deildarinnar alveg frá Hofsósi að Hlíðarenda í Óslandshlíð, eða alls 12 kílómetra leið.

„Þeim tókst að ganga alla leið með börurnar, hress og kát og var þyngdin um 50kg sem þau báru. Tók þetta þau 3tima og 35 mínútur. Það voru yfirleitt um níu unglingar að bera börurnar í einu á meðan hin biðu eftir að kæmi að þeim þá týndu þau rusl í vegköntunum,“ sagði Sylvía Magnúsdóttir, umsjónarmaður deildarinnar, í samtali við Feyki.

„Þetta er mjög góður hópur og flott samvinna hjá þeim,“ sagði Sylvía, og vil ég þakka öllum tillitsemina í umferðinni.“

 

 

Fleiri fréttir