Upp með stuttbuxurnar og sólarvörnina það er hitabylgja í kortunum

Sumarið er langt því frá búið en næstu daga er spáð bongóblíðu hér á Norðurlandi vestra.  Í dag gerir spáin ráð fyrir hægviðri og skýjuðu með köflum. Suðaustan 3 – 8 og léttir til í kvöld. Þokubakkar fram eftir morgni og hiti 12 – 20 gráður að deginum.

Næstu daga gerir spáin síðan ráð fyrir 15 – 20 gráðu hita og sól. Það er því um að gera að rífa aftur fram stuttu buxurnar og sólarvörnina og njóta því sumarið er langt því fram búið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir