Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2020. Veittir eru styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar, verkefnastyrkir til menningarstarfs og stofn- og rekstrarstyrkir til menningarstarfs. Umsóknarfrestur rennur út miðvikudaginn 20. nóvember klukkan 16:00.

Í verklags- og úthlutunarreglum sjóðsins segir m.a. að umsækjendur skuli vera lögráða einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir eða sveitarfélög á Norðurlandi vestra. Styrkur Uppbyggingarsjóðs getur numið allt að 50%  af áætluðum heildarkostnaði verkefnisins.

Starfsmenn SSNV verða með vinnustofur/viðtalstíma þar sem boðið verður upp á einstaklingsaðstoð við gerð umsókna, veittar upplýsingar um styrkmöguleika auk almennrar aðstoðar í tengslum við atvinnu- og menningarstarfsemi.

Viðtalstímar verða sem hér segir:

Skrifstofa SSNV, Einbúastíg 2, Skagaströnd - þriðjudaginn 5. nóvember klukkan 11-12.
Kvennaskólinn, Árbraut 31, Blönduósi - þriðjudaginn 5. nóvember klukkan 13-16.

Skrifstofa SSNV, Höfðabraut 6, Hvammstanga - miðvikudaginn 6. nóvember klukkan 13-16.

Hótel Varmahlíð  - föstudaginn 8. nóvember klukkan 10–12.
Vesturfarasetrið, Frændgarður, Hofsósi - föstudaginn 8. nóvember klukkan 10–12.
Skrifstofa SSNV, Faxatorgi, Sauðárkróki - föstudaginn 8. nóvember klukkan 13-17. 

Sjá nánar hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir