Uppfærsla á ferðamannabæklingi um Norðurland
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
31.01.2020
kl. 13.48
Nú styttist í að uppfærsla á ferðamannabæklingnum North Iceland Official Tourist Guide hefjist. Í tilkynningu frá markaðsstofu Norðurlands er vakin athygli á því að samstarfsfyrirtæki hafa frest til 14. febrúar til að senda inn uppfærðar upplýsingar um sig. Einnig er bent á að gott er að kíkja á skráninguna á northiceland.is og sjá hvort gera þurfi breytingar þar.
Breytingar skal senda á rognvaldur@nordurland.is.
Bæklinginn er að finna á slóðinni
https://www.northiceland.is/static/files/Baeklingar/official_tourist_guide_2019_web.pdf