Upplestrarkeppni á Húnavöllum
Undankeppni fyrir Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi (Stóru Upplestrarkeppnina) var haldin i Húnavallaskóla þriðjudaginn 10. mars.
Allir nemendur stóðu sig vel og var því hlutverk dómnefndar ekki auðvelt. Að lokum voru þrír nemendur valdir til að taka þátt í lokakeppninni. Þetta voru þau Anna Kristín Brynjólfsdóttir, Friðrún Fanný Guðmundsdóttir og Óli Jónas Valdemarsson. Óskum við þeim hjartanlega til hamingju. Lokakepppnin verður síðan haldin þann 26. mars í Grunnskóla Húnaþings vestra.

