Uppskeruhátíð Æskulýðsdeildar Skagfirðings

Greta Berglind Jakobsdóttir og Sigríður Elva Elvarsdóttir knapar ársins. MYND SKAGFIRÐINGUR
Greta Berglind Jakobsdóttir og Sigríður Elva Elvarsdóttir knapar ársins. MYND SKAGFIRÐINGUR
Uppskeruhátíð Æskulýðsdeildar Skagfirðings fór fram í Tjarnarbæ 12.október sl. þar sem veitt voru verðlaun fyrir tímabilið. Knapar ársins í unglingaflokki og barnaflokki, knapar æskulýðsdeildarinnar fengur veittar viðurkenningar og einnig pollarnir. Þetta kemur fram á vefsíðu Skagfirðings.
 

Knapi ársins í unglingaflokki árið 2025 er Greta Berglind Jakobsdóttir en hún náði góðum árangri með hestinn sinn Hágang frá Miðfelli. Hún sigraði meðal annars B-úrslit í gæðingakeppni á Íslandsmótinu, reið til B-úrslita á fjórðungsmóti og náði góðum árangri á WR Hólamótinu. Einnig voru tilnefndar Hjördís Halla Þórarinsdóttir sem reið til B-úrslita í fimmgangi á Íslandsmóti, sigraði fimmgang á Hólamóti Skagfirðings og WR móti Léttis. Hún náði einnig góðum árangri í Meistaradeild æskunnar. Sigrún Sóllilja Eyþórsdóttir náði góðum árangri á sínu fyrsta ári í unglingaflokki en hún reið meðal annars til B-úrslita á Fjórðungsmótinu í sumar. Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir og Ronja frá Ríp hlutu meðal annars 3.sæti í fjórgangi og fjórða sæti í tölti á Hólamóti Skagfirðings og fjóðra sæti í tölti á WR móti Léttis.
Farandbikar í unglingaflokki er gefinn af Höfðaströnd ehf en þau gáfu bikarinn í minningu Símonar Inga Gestssonar.

Knapi ársins í barnaflokki 2025 er Sigríður Elva Elvarsdóttir en hún átti gott ár og var meðal annars í öðru sæti á Fjórðungsmóti í Borgarnesi og í úrslitum í fjórgangi, tölti og gæðingakeppni á Íslandsmóti. Sigríður sigraði félagsmót Skagfirðings með Muna frá Syðra-Skörðugili.

Einnig voru tilnefndar Arnheiður Kristín Guðmundsdóttir sem náði góðum árangri með Spræk frá Fitjum og Kristal frá Efra-Langholti þar sem hún reið meðal annars til B-úrslita á Fjórðungsmóti og var í öðru sæti á Félagsmóti Skagfirðings. Auður Fanney Davíðsdóttir sýndi góðan árangur á sínu fyrsta keppnistímabili þar sem hún var meðal annars í öðru sæti á Fjörmóti FNV og í úrslitum á Félagsmóti Skagfirðings. Emily Ósk Andrésdóttir Dreiner lenti meðal annars þriðja sæti í bæði fjórgangi og tölti á Hólamóti Skagfirðings og í þriðja sæti á félagsmóti Skagfirðings.
Hreindís Katla Sölvadóttir átti gott tímabil þar sem hún reið meðal annars til úrslita á Fjórðungsmótinu í sumar með Bárð frá Króksstöðum og sigraði tölt og gæðingakeppni í skagfirsku mótaröðinni. Margrét Katrín Pétursdóttir var meðal annars í öðru sæti í tölti á Hólamóti Skagfirðings og reið til úrslita á Félagsmóti Skagfirðings.

Farandbikar í barnaflokki er gefinn af Syðra-Skörðugili.

Viðurkenningar voru veittar knöpum úr starfi æskulýðsdeildar:

Keppnisþjálfun:

Edda Björg Einarsdóttir – Jákvætt viðhorf
Elisa Hebba Guðmundsdóttir – Góðar framfarir
Elísa Nótt Jóhannsdóttir – Vel hirtan hest & góða umhirðu
Grétar Freyr Pétursson – Góðar framfarir
Iðunn Alma Guðmundsdóttir – Kúreki Skagfirðings
Pétur Steinn Jónsson – Kúreki Skagfirðings
Sigrún Ása Atladóttir – Góða ástundun
Sigrún Sunna Reynisdóttir – Góða reiðmennsku

Vikustarf:

Anna Lára Halldórsdóttir – Lipra reiðmennsku
Anton Fannar Jakobsson – Stemningsmaður Skagfirðings
Bergdís Birna Jónsdóttir – Jákvætt viðhorf
Brynja Rósanna – Góðar framfarir
Eva Zilan – Jákvætt viðhorf
Fanndís Vala Sigurðardóttir – Góða ásetu og reiðmennsku
Gígja Glódís Gunnarsdóttir – Vel hirtan hest og góða umhirðu
Heiður Fanney Stefánsdóttir – Góða ástundun
María Sjöfn Jónsdóttir – Góðar framfarir
Ólöf Una Pétursdóttir – Góða ásetu
Pálmey Inga – Húmoristi Skagfirðings
Viktoría Rán – Vel hirtan hest og góða umhirðu

Duglegu pollarnir okkar voru einnig verðlaunaðir sem og krakkarnir okkar sem tóku þátt í helgarstarfinu á laugardögum:

Frosti Þór – Emma Lind – Smilla – Védís Björg – Finnur Freyr – Brynja – Friðdís Ísey – Sara Björg – Jökull Máni Nökkvason – Svanhildur Mía – Rúrik Leví – Embla Kristín – Guðrún Hekla – Elín Hera – Jakob Tumi – Emelia

 

Fleiri fréttir