Uppskeruhátíð HSS 2018

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsambands Skagfirðinga var haldin föstudaginn 23. nóvember í Ljósheimum. Þar voru veitt verðlaun fyrir kynbótahross ættuð úr Skagafirði sem hlutu hæstu kynbótadóma sem einstaklingar á árinu 2018, stóðhesta sem hlutu 1.verðlaun fyrir afkvæmi, hrossaræktarbú og kynbótaknapa í Skagafirði sem náð höfðu framúrskarandi árangri á árinu.
Eftirfarandi stóðhestar voru verðlaunaðir sem einstaklingar
4 vetra stóðhestar
1. Skutull frá Hafsteinsstöðum
F: Sær frá Bakkakoti
M: Folda frá Hafsteinsstöðum
Ræktendur og eigendur: Hildur Claessen og Skapti Steinbjörnsson
Bygging: 7,96 Hæfileikar: 8,04 Aðaleinkunn: 8,01
2. Kliður frá Kálfsstöðum
F: Kolskeggur f. Kjarnholtum
M: Rausn frá Kýrholti
Ræktandi og eigandi: Kálfsstaðir slf
Bygging: 8,28 Hæfileikar: 7,41 Aðaleinkunn: 7,76
3. Askur frá Enni
F: Loki frá Selfossi
M: Sending frá Enni
Ræktendur og eigendur: Eindís Kristjánsdóttir og Haraldur Þór Jóhannsson
Bygging: 7,80 Hæfileikar: 7,63 Aðaleinkunn: 7,70
5 vetra stóðhestar
1. Sólon frá Þúfum
F: Trymbill frá Stóra-Ási
M: Komma f. Hóli v. Dalvík
Ræktendur og eigendur:Gísli Gíslason og Mette Camilla Moe Mannseth
Bygging: 8,38 Hæfileikar: 8,50 Aðaleinkunn: 8,45
2. Baron frá Bræðraá
F: Ómur f. Kvistum
M: Tign f. Úlfsstöðum
Ræktandi og eigandi: Pétur Vopni Sigurðsson
Bygging: 7,96 Hæfileikar: 8,70 Aðaleinkunn: 8,41
3. Sigur frá Stóra-Vatnsskarði
F: Álfur f. Selfossi
M: Lukka f. Stóra-Vatnsskarði
Ræktandi og eigandi: Benedikt G. Benediktsson.
Bygging: 8,17 Hæfileikar: 8,36 Aðaleinkunn: 8,29
6 vetra stóðhestar
1. Aðalsteinn frá Íbishóli
F: Óskasteinn frá Íbishóli
M: Limra f. Ásgeirsbrekku
Ræktandi og eigandi: Magnús B. Magnússon
Bygging: 8,18 Hæfileikar: 8,66 Aðaleinkunn: 8,47
2. Dofri frá Sauðárkróki
F: Hvítserkur frá Sauðárkróki
M: Dimmbrá frá Sauðárkróki
Ræktandi og eigandi: Stefán Öxndal Reynisson
Bygging: 8,48 Hæfileikar: 8,30 Aðaleinkunn: 8,37
3. Hákon frá Lýtingsstöðum
F: Fróði frá Staðartungu
M: Kvika frá Lýtingsstöðum
Ræktandi og eigandi: Sveinn Guðmundsson
Bygging: 8,31 Hæfileikar: 8,34 Aðaleinkunn: 8,33
7 vetra og eldri
1. Nátthrafn frá Varmalæk
F. Huginn frá Haga I
M. Kolbrá frá Varmalæk
Ræktandi og eigandi: Björn Sveinsson
Bygging: 8,22 Hæfileikar: 9,05 Aðaleinkunn: 8,72
2. Haukdal frá Hafsteinsstöðum
F. Sær frá Bakkakoti
M. Linsa frá Hafsteinsstöðum
Ræktendur: Hildur Claessen og Skapti Steinbjörnsson
Eigendur: Agnar Snorri Stefánsson og Dubs Sylvia
Bygging: 8,07 Hæfileikar: 9,03 Aðaleinkunn: 8,64
3. Kalsi frá Þúfum
F. Trymbill frá Stóra-Ási
M. Kylja frá Stangarholti
Ræktandi og eigandi:Mette Camilla Moe Mannseth
Bygging: 8,43 Hæfileikar: 8,78 Aðaleinkunn: 8,64
Eftirfarandi hryssur voru verðlaunaðar sem einstaklingar.
4 vetra hryssur
1. Sýn frá Hólum
F: Knár frá Ytra-Vallholti
M: Ösp frá Hólum
Ræktandi og eigandi: Hólaskóli
Bygging: 8,54 Hæfileikar: 8,14 Aðaleinkunn: 8,30
2. Þrá frá Prestsbæ
F: Arion f. Eystra-Fróðholti
M: Þóra frá Prestsbæ
Ræktendur og eigendur: Ingar og Inga Jensen og Prestsbær ehf
Bygging: 8,14 Hæfileikar: 8,18 Aðaleinkunn: 8,16
3. Reising frá Ytra-Vallholti
F: Kná frá Ytra-Vallholti
M: Brynja frá Ytra-Vallholti
Ræktandi og eigandi: Vallholt ehf
Bygging: 7,89 Hæfileikar: 8,26 Aðaleinkunn: 8,11
5 vetra hryssur
1. Stjörnuspá frá Þúfum
F: Stjörnustæll frá Dalvík
M: Lýsing frá Þúfum
Ræktendur og eigendur: Gísli Gíslason og Mette Camilla M. Mannseth
Bygging: 8,55 Hæfileikar: 8,35 Aðaleinkunn: 8,43
2. Herdís frá Enni
F: Spuni frá Vesturkoti
M: Blika frá Enni
Ræktendur og eigendur: Eindís Kristjánsdóttir og Haraldur Þ. Jóhannsson
Bygging: 8,31 Hæfileikar: 8,16 Aðaleinkunn: 8,22
3. Gjöf frá Hofi á Höfðaströnd
F: Óskasteinn frá Íbishóli
M: Sefja frá Úlfljótsvatni
Ræktandi: Lilja S. Pálmadóttir Eigandi: Hofstorfan slf
Bygging: 7,83 Hæfileikar: 8,29 Aðaleinkunn: 8,11
6 vetra hryssur
1. Vörn frá Hólum
F: Hróður frá Refsstöðum
M: Þrift frá Hólum
Ræktandi og eigandi: Hólaskóli
Bygging: 8,71 Hæfileikar: 8,42 Aðaleinkunn: 8,54
2. Fífa frá Stóra-Vatnsskarði
F: Álfur frá Selfossi
M: Viðja frá Stóra-Vatnsskarði
Ræktendur: Benedikt G. Benediktsson og Nicole Pfau Eigandi: Nicole Pfau
Bygging: 8,13 Hæfileikar: 8,79 Aðaleinkunn: 8,52
3. Þökk frá Prestsbæ
F: Gjafar frá Hvoli
M: Þoka frá Hólum
Ræktendur og eigendur: Sigríður Gunnarsdóttir og Þórarinn Eymundsson
Bygging: 8,44 Hæfileikar: 8,42 Aðaleinkunn: 8,43
7 vetra og eldri hryssur
1. Kylja frá Stóra-Vatnsskarði
F: Kiljan f. Steinnesi
M: Lukka f. Stóra-Vatnsskarði
Ræktandi og eigandi: Benedikt G. Benediktsson
Bygging: 8,16 Hæfileikar: 8,88 Aðaleinkunn: 8,59
2. List frá Þúfum
F: Trymbill frá Stóra-Ási
M: Lygna frá Stangarholti
Ræktandi og eigandi: Mette Camilla Moe Mannseth
Bygging: 8,35 Hæfileikar: 8,54 Aðaleinkunn: 8,46
3. Lukka frá Þúfum
F: Trymbill frá Stóra-Ási
M: Happadís f. Stangarholti
Ræktandi og eigandi: Mette Camilla Moe Mannseth
Bygging: 8,07 Hæfileikar: 8,71 Aðaleink: 8,46
Stóðhestar sem ættaðir eru úr Skagafirði og hlutu 1. verðlaun fyrir afkvæmi á Landsmóti hestamanna á árinu og voru heiðraðir eru:
Óskasteinn frá Íbishóli 125 stig. Eigandi: Magnús Bragi Magnússon
Lukku-Láki frá Stóra Vatnsskarði 122 stig. Eigandi Ræktunarfélagið Lukku-Láki ehf
Hrannar frá Flugumýri 122 stig. Eigendur: Eyrún Anna Sigurðardóttir, Júlía Kristín Pálsdóttir og Þórdís Inga Pálsdóttir.
Sörlabikarinn var afhendur hæst dæmda kynbótahrossi Skagafjarðar á árinu. Sá bikar var gefinn af Sveini Guðmundssyni hrossaræktanda á Sauðárkróki.
Bikarinn er veittur eiganda þess hross sem hæstan dóm hlýtur í kynbótasýningu.
Hrossið hafi skagfirskan uppruna og eigandinn eigi lögheimili í Skagafirði.
Nátthrafn frá Varmalæk hlaut Sörlabikarinn 2018. Ræktandi og eigandi Nátthrafns er Björns Sveinsson á Varmalæk.
Kraftsbikarinn var afhendur þeim knapa sem náði bestum árangri með kynbótahross á árinu, skv. ákveðnu stigakerfi. Kemur þar bæði til fjöldi sýndra hrossa, aldur þeirra og hversu há hæfileikaeinkunnin er eftir aldursleiðréttingu.
Það var Eymundur Þórarinsson í Saurbæ sem gaf bikarinn.
Þrír knapar voru tilnefndir: Bjarni Jónasson, Mette Mannseth og Þórarinn Eymundsson.
Það var Bjarni Jónasson sem hlaut bikarinn og var þar með kynbótaknapi Skagafjarðar árið 2018 með 29 stig, Þórarinn fékk 26 stig og Mette 14 stig.
Þórarinn Eymundsson var auk þess heiðraður sérstaklega fyrir að setja heimsmet á árinu með stóðhestinn Þráinn frá Flagbjarnarholti sem fékk 8.95 í aðaleinkunn, en ekkert hross hefur hlotið hærri aðaleinkunn í kynbótadómi.
Ófeigsbikarinn var veittur hrossaræktarbúi Skagafjarðar.
Valið byggir bæði á árangri kynbótahrossa og keppnishrossa. Skoðaður er árangur eftirfarandi hrossa: Einstaklingssýnd kynbótahross, afkvæmasýnd kynbótahross á landsmóti, árangur í ákveðnum keppnisgreinum á heimsmeistaramóti, landsmóti og Íslandsmótum.
Fyrir kynbótahrossin gildir ákveðin stigatafla og aldursleiðréttingarstuðlar.
Tilnefnd voru fimm bú í stafrófsröð: Hafsteinsstaðir, Hólaskóli, Íbishóll, Ytra-Vallholt og Þúfur.
Íbishóll var hrossaræktarbú ársins í Skagafirði árið 2018 og fékk Ófeigsbikarinn og hlaut 7 stig. Í 2.-3. sæti voru Þúfur og Hafsteinsstaðir með 6 stig hvort, í 4. sæti var Hólaskóli með 5 stig og í 5. sæti var Ytra-Vallholt með 4 stig.
Á uppskeruhátíðina mættu góðir gestir, Þorvaldur Kristjánsson landsráðunautur í hrossarækt kom og kynnti verðlaunahrossin og fórst það vel úr hendi að vanda. Birna Tryggvadóttir og Agnar Þór Magnússon komu og spjölluðu um sína hrossarækt en þau hafa þrátt fyrir ungan aldur náð afar athyglisverðum árangri í hrossarækt til margra ára. Þau gáfu skagfirskum hrossaræktendum áhugaverða innsýn bæði inn í hrossaræktina, þjálfun og umhirðu hrossanna. Því miður virkaði tölvu-og tæknibúnaðurinn ekki samkvæmt okkar óskum og vonumst við til að fá annað tækifæri síðar til að sjá videoið sem þau komu með. Skagfirskir hrossaræktendur og áhugamenn um hrossarækt mættu vel á uppskeruhátíðina og var salurinn fullsetinn. Ljóst er á árangri ársins að skagfirsk hrossarækt er í blóma og bjart framundan.
Samantekt texta: Guðrún Jóhanna Stefánsdóttir
Ljósmyndir: Rósa María Vésteinsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.