Út við himinbláu sundin - Gömlu góðu söngkonurnar heiðraðar

Þann 25. apríl verða haldnir tónleikar á Sauðárkróki sem ber heitið Út við himinbláu sundin. Þar verða gömlu góðu söngkonurnar heiðraðar og saga þeirra rifjuð upp í tali og tónum ásamt gömlu lögunum sem þær gerðu vinsæl og hafa lifað með þjóðinni í mörg ár.

Hér er verið að tala um söngkonur eins og Svanhildi Jakobs, Erlu Þorsteins, Erlu Stefáns, Hallbjörgu Bjarna, Öddu Örnólfs, Soffíu Karls, Helenu Eyjólfs, Mjöll Hólm og fleiri. Það er hún Hulda Jónasar sem er hugmyndasmiður og skipuleggur viðburðinn en henni til halds og traust á sviðinu eru þær Mjöll Hólm og Helena Eyjólfs sjálfar ásamt Hugrúnu Sif, Hreindísi Ylvu og Sigurlaugu Vordísi.

Hljómsveitarstjóri er Rögnvaldur Valbergsson en sögumaður og kynnir Valgerður Erlingsdóttir.

Að sögn Huldu verða fulltrúar atburðarins staddir í Skagfirðingabúð næstkomandi föstudag, 29. mars, til að selja miða á tónleikana á Mælifelli frá kl. 15. „Fullt miðaverð er 4900 krónur  en við gefum eldri borgurum á Króknum 15% afslátt af miðanum og fá þeir því miðann á  4200.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir