Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst á morgun
feykir.is
Skagafjörður
09.11.2010
kl. 09.07
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna komandi kosninga til stjórnlagaþings hefst við embætti sýslumannsins á Sauðárkróki, Suðurgötu 1, þann 10. nóvember nk. og stendur til föstudagsins 26. nóvember. Opnunartími verður aukinn til fimmtudagsins 25. nóvember nk. en utankjörfundaratkvæðagreiðslunni lýkur á hádegi, föstudaginn 26. nóvember.
Opið verður fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu sem hér segir:
- Miðvikudaginn 10. nóvember kl. 09:00-20:00
- Fimmtudaginn 11. nóvember kl. 09:00-20:00
- Föstudaginn 12. nóvember kl. 09:00-20:00
- Laugardaginn 13. nóvember kl. 10:00-14:00
- Mánudaginn 15. nóvember kl. 09:00-20:00
- Þriðjudaginn 16. nóvember kl. 09:00-20:00
- Miðvikudaginn 17. nóvember kl. 09:00-20:00
- Fimmtudaginn 18. nóvember kl. 09:00-20:00
- Föstudaginn 19. nóvember kl. 09:00-20:00
- Laugardaginn 20. nóvember kl. 10:00-14:00
- Mánudaginn 22. nóvember kl. 09:00-20:00
- Þriðjudaginn 23. nóvember kl. 09:00-20:00
- Miðvikudaginn 24. nóvember kl. 09:00-20:00
- Fimmtudaginn 25. nóvember kl. 09:00-20:00
- Föstudaginn 26. nóvember kl. 09:00-12:00
Eftir kl 15:00 ofangreinda daga verður ekki mögulegt að sinna öðrum erindum á sýsluskrifstofunni en kosningum.
Ath. Framvísa þarf persónuskilríkjum
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki.