Útbreiðsla riðu í Tröllaskagahólfi

Kindurnar á myndinni eru ekki tengdar því riðusmiti sem fréttin greinir frá. Mynd: KSE.
Kindurnar á myndinni eru ekki tengdar því riðusmiti sem fréttin greinir frá. Mynd: KSE.

Sterkur grunur er um að riða hafi greinst í sauðfé sem flutt var frá Stóru-Ökrum þar sem riðuveiki var staðfest í vikunni. Féð var flutt að Grænumýri í Blönduhlíð, Syðri-Hofdölum í Viðvíkursveit, og að Hofi í Hjaltadal. Staðfestingu á endanlegri greiningu er að vænta um miðja næstu viku frá Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum.

Á heimasíðu Matvælastofnunar segir að verið sé að kanna hvaða flutningar hafa átt sér stað frá þessum þremur bæjum. Beðið er niðurstaðna úr fleiri sýnum í þeim tilgangi að kortleggja útbreiðslu smits innan hólfsins.

Matvælastofnun óskar eftir sýnum frá bændum í Tröllaskagahólfi.

Engar vísbendingar eru um að fólki stafi hætta af snertingu við riðusmitað fé né neyslu afurða þess, svo sem kjöts, innmatar og mjólkur. Hvorki neytendur né fólk sem starfar á sauðfjárbúum eða í sláturhúsum er í hættu vegna riðuveiki í sauðfé. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir