Útivistarhópurinn gengur á Molduxa

Hópurinn á niðurleið. Mynd; FNV.is

Fimmtudaginn 12. nóvember lagði útvistarhópur FNV af stað í göngu frá heimavist skólans á Molduxa sem er 706 metra hátt fjall ofan við Sauðárkrók. Markaði ferðin  lok áfangans á haustönn.
Veðrið var ákjósanlegt til útivistar, logn og blíða. Ferðin sóttist vel og þeir sem léttastir voru á fæti fóru á undan hópnum og voru á niðurleið þegar hinir þátttakendurnir klifu síðustu metrana á toppinn.

Fleiri fréttir