Útskrift skólahóps Ársala
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
25.05.2014
kl. 20.32
Skólahópur leikskólans Ársala útskrifaðist við hátíðlega athöfn á eldra stigi Ársala síðastliðinn föstudag. Krakkarnir voru búnir að æfa nokkur lög og þar á meðal eitt lag á pólsku sem fjallaði um tannhirðu barna. Einnig spiluðu þau á hljóðfæri við lagið Enga fordóma.
Að sýningu lokinni fengu krakkarnir viðurkenningarskjöl og plöntu í kveðjugjöf og buðu svo foreldrum sínum upp á veitingar inni á deild.
.