Val á Jólahúsi ársins á Blönduósi

Sú hefð hefur skapast á vefnum Húnahorninu að velja Jólahús ársins á Blönduósi. Um er að ræða samkeppni um fallega skreytt hús, hvort sem það er íbúðarhús eða fyrirtæki. Samkeppnin um Jólahúsið 2014 verður með svipuðu sniði og síðustu ár.

Til að taka þátt í samkeppninni er tilnefning send inn í gegnum rafrænan atkvæðaseðil sem staðsettur er á forsíðu Húnahornsins. Hverjum og einum er heimilt að senda inn eina tilnefningu. Það hús sem fær flestar tilnefningar verður valið Jólahús ársins 2014 á Blönduósi. Samkeppnin stendur til miðnættis 30. desember og verða úrslit gerð kunn á síðasta degi ársins.

Þetta er í þrettánda sinn sem Húnahornið stendur fyrir vali á Jólahúsi ársins á Blönduósi.

Fleiri fréttir