Varablýanturinn vænlegi!
Fröken Fabjúlöss reiknast svo til að nú sé förðunarheimurinn að sigla inn í tímabil hinna dökku varalita! Dökkbrúnt, dökkrautt, dökkvínrautt, dökkbeis, dökkbleikt... Sama hvernig hann er á litinn, þá er varaliturinn dökkur og ekki getur Frökenin sagt að henni leiðist þessi þróun!
Fyrir nokkrum mánuðum hefði þó annað verið upp á teningnum tilfinnilega fyrir Frk.Fab þar sem dökkir varalitir eða gloss hafa ekki alltaf verið efst á vinalistanum. Ástæðan er sú að Frökenin, eins og margar konur, er og hefur alltaf verið með örsmáar línur/hrukkur í kringum varirnar sem sjást ekki venjulega. Það er ekki fyrr en dívan fer að slá um sig með varalit sem er aðeins meira en bara mattur eða glossi sem ósköpin dynja yfir!
Frökenin hefur ekki tölu á því hversu oft í gegnum tíðina hún hefur sett á sig varalit og/eða gloss, fundist hún fabjúlöss og stormað út um dyrnar. Hálftíma seinna verður henni kannski litið í spegil og varirnar sem svo stuttu áður voru óaðfinnanlegar eru orðnar ein kámklessa þar sem varaliturinn/glossið notaði tímann vel í að renna út í allar litlu línurnar og varirnar orðnar eins ólögulegar og hægt er að hafa þær! Þetta er ástæðan fyrir því að Frökenin hefur skáskotið sér framhjá glossstöndunum í snyrtivöruverslunum og dúmpað alla varaliti sem hún setur á sig.
Hérna sést hvernig varaliturinn er byrjaður að renna út í þessar örsmáu línur, þetta er afar hvimleitt vandamál og yndislegt að komin sé lausn á því!
EN... NÚ HEFUR HÚN FUNDIÐ LAUSN!!!
Að henni var gaukað þeim upplýsingum nýlega að Lip Liner Fixer frá The Body Shop kæmi til með að vera hennar opinberun að þessu leytinu! Frökenin var ekki lengi að fjárfesta í einum slíkum, þó með væntingar í lágmarki. Þetta er semsagt vaxkenndur litlaus blýantur sem borinn er utan um það svæði sem varaliturinn á að fara á, og á að halda ofangreindu vandamáli í skefjum. Og það er akkúrat það sem hann gerir!!!! Í nokkrar vikur hefur Fab verið að prófa linerinn og nota hann bæði með gloss og varalit. Í þessar nokkrar vikur hefur Frökenin loooooksins getað notað varalit sem er eitthvað meira en algjörlega mattur og þurr, og það sem meira er- hún getur loksins notað gloss!!!
Þetta er vara sem við hérna í förðunarhorni Fabjúlössmans getum ekki dásamað nógu hátt, og mælum eindregið með því að allar þær konur sem eiga við þetta vandamál að stríða skokki sér nú inn í næstu Body Shop og fjárfesti í einum slíkum, þetta verður opinberun!