Varað við óvenju miklu jarðsigi á Siglufjarðarvegi

Norðan 3-8 m/s og stöku él er á Ströndum og Norðurlandi vestra. Frost 0 til 6 stig. Gengur í suðaustan 8-15 undir kvöld með snjókomu og hita um frostmark. Suðvestan 5-13 í nótt og á morgun, dálítil él og heldur kólnandi.

Hálka eða snjóþekja og snjókoma er á Norðvesturlandi. Þæfingsfærð er á Siglufjarðarvegi. Vegna óvenju mikils jarðsigs á Siglufjarðarvegi eru vegfarendur beðnir að gæta ýtrustu varúðar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:

Norðan 5-15 m/s, hvassast austast. Snjókoma og síðar él á N- og A-landi, en bjartviðri S- og V-lands. Frost 2 til 10 stig.

Á mánudag:

Breytileg átt 3-10 m/s framan af degi, víða bjart veður og talsvert frost. Vaxandi suðaustanátt síðdegis, hvassviðri eða stormur með snjókomu S- og V-lands um kvöldið. Minnkandi frost.

Á þriðjudag:

Austan stormur (meðalvindur meiri en 20 m/s) um morguninn með talsverðri snjókomu eða slyddu. Hiti kringum frostmark. Hægari suðlæg átt víðast hvar um hádegi, úrkomuminna og kólnar.

Á miðvikudag:

Breytileg og síðar norðlæg átt, allhvöss eða hvöss á Vestfjörðum, en annars hægari. Snjókoma eða él, en lengst af þurrt SA-lands. Frost víða 0 til 5 stig.

Á fimmtudag:

Horfur á ákveðinni norðanátt með snjókomu fyrir norðan og austan og áfram kalt í veðri.

Fleiri fréttir