Varað við stormi í kvöld

Veðurstofan varar við stormi (meðalvindi meira en 20 m/s) á landinu. Norðan 8-15 m/s og él er nú á Ströndum og Norðurlandi vestra, en norðvestan 13-23 undir kvöld og snjókoma, hvassast á annesjum. Talsverð ofankoma í kvöld og fram eftir nóttu. Þæfingur er á Þverárfjalli og ófært á Siglufjarðarvegi frá Ketilás í Siglufjörð. Hálka, snjóþekja og éljagangur á öðrum leiðum.

Hægri vindur og úrkomuminna í fyrramálið, en hvessir aftur með snjókomu seint á morgun. Frost 0 til 6 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Minnkandi norðanátt, 5-13 m/s eftir hádegi, hvassast A-ast. Dálítil él NA-til, en léttskýjað um landið S- og V-vert. Frost 2 til 14 stig, kaldast inn til landsins.

Á sunnudag:

Hæg breytileg átt og víða léttskýjað. Frost 4 til 18 stig, mest í innsveitum. Austan 5-10 SV-til um kvöldið og skýjað.

Á mánudag:

Austan 8-13 m/s með S- og A- ströndinni og dálítil él, en annars víða 5-10 og bjart með köflum. Frost frá 1 stigi, upp í 16 stig í innsveitum NV-til.

Á þriðjudag:

Norðaustan 5-13 m/s, en 10-18 með SA-ströndinni. Dálítil él SA- og A-lands, en bjartviðri að mestu V-til. Dregur talsvert úr frosti.

Á miðvikudag:

Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og él á stöku stað, síst SV-til. Vægt frost um mest allt land.

Fleiri fréttir