Vatnavextir í Hofsá

Hofsá, sem rennur gegnum Hofsós í Skagafirði, hefur verið í miklum vexti í vatnsveðrinu undanfarna daga. Meðfylgjandi myndir tók Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir á Hofsósi á laugardaginn.

Á myndunum má sjá að þetta vatnsfall, sem dags daglega lætur lítið yfir sér, hefur breitt talsvert úr sér. Sömu sögu er að segja um önnur vatnsföll á svæðinu og t.a.m. voru Vatnsdalsá og Héraðsvötn í miklum vexti í gær þegar blaðamenn Feykis áttu leið um.

Fleiri fréttir