Vatnsfótbolti, VÆB-bræður og veltibíll meðal atriða á Hetjum hafsins
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning, Mannlíf, Lokað efni
21.05.2025
kl. 08.50
Það styttist í sjómannadaginn en venju samkvæmt ber hann upp á fyrsta sunnudegi í júní og í ár er það fyrsti dagur mánaðarins. Sumstaðar er svindlað pínu á þessu og haldið upp á sjómannadaginn á laugardegi og þá mögulega af praktískum ástæðum. Á Skagaströnd hefur sjómannadagurinn aftur á móti verið tekinn til kostanna og stendur hátíðin Hetjur hafsins yfir í fjóra daga, 29. maí til 1. júní, dagskráin þétt og nú er búið að kynna hana.