Vatnsnesvegur kominn á samgönguáætlun

Endurbætur á Vatnsnesvegi eru nú komnar inn á samgönguáætlun. Mynd: FE
Endurbætur á Vatnsnesvegi eru nú komnar inn á samgönguáætlun. Mynd: FE

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti í morgun endurskoðaða samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. Í frétt á vef RÚV segir ráðherra að ávinningur af samgönguáætluninni sé aukið öryggi, stytting vegalengda og efling atvinnusvæða. Endurskoðuð samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034 er nú komin í samráðsgátt og gerir ráðherra ráð fyrir að hún verði lögð fram á þingi um miðjan nóvember. 

Á fyrsta tímabili áætlunarinnar er gert ráð fyrir framkvæmdum við Þverárfjallsveg um Refasveit og Skagastrandarveg um Laxá. Hönnun þeirrar framkvæmdar var nýlega boðin út og stendur nú yfir. Þá er Vatnsnesvegur nú loksins komin inn á áætlun en gert er ráð fyrir þremur milljörðum króna í endurbætur á veginum á þriðja tímabili áætlunarinnar.

Á vef SSNV, Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, kemur fram að þessar framkvæmdir báðar voru nefndar í nýlegri Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra og skilgreindar sem forgangsverkefni í landshlutanum og sammæltust öll sveitarfélög starfssvæðis SSNV um þessa forgangsröðun.

Í samráðsgátt strjórnvalda má finna drög að fimmtán ára samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára aðgerðaáætlun 2020-2024.

Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra má nálgast hér.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir