Vatnspóstur vígður á Hofsósi

Svanhildur ásamt fjölskyldu og vinum við vígsluna. Myndir: skagafjordur.is
Svanhildur ásamt fjölskyldu og vinum við vígsluna. Myndir: skagafjordur.is

Glæsilegur vatnspóstur var vígður á Hofsósi síðastliðinn föstudag. Vatnspósturinn er reistur til minningar um Friðbjörn Þórhallsson frá Hofsósi og er gefinn af ekkju hans, Svanhildi Guðjónsdóttur og fjölskyldu.

Pósturinn er úr stuðlabergi og stendur við sundlaugina, ofan við Staðarbjargavík, en fagurt stuðlaberg er einmitt einkenni víkurinnar. „Hér lágu sporin hans," stendur á plötu á steininum en Friðbjörn átti hesthús sín á bökkunum þar sem sundlaugin stendur nú og lágu því leiðir hans ósjaldan um þessar slóðir.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir