Meint veðmálasvindl frá leik ÍR og Tindastóls skoðað

Sagt er frá því á Vísi í dag að KKÍ sé með veðmálasvindl í skoðun frá leik ÍR og Tindastóls í gær þar sem Tindastóll lét í minnipokann gegn gestgjöfum. Sagt er að sterkur orðrómur hafi farið á kreik í gærkvöldi um að maðkur væri í mysunni og heimildarmenn Vísis innan veðmálageirans haldi því fram að óeðlilega mikið hefði verið veðjað á leikinn.

Í kjölfarið hefðu stuðlar breyst mikið skömmu fyrir leik og herma heimildir að veðmálasíður hafi flaggað þessum leik sem grunsamlegum og hann sé í skoðun hjá einhverjum þeirra. Ingólfur Jón Geirsson, formaður körfuboltadeildar Tindastóls, vildi ekki láta hafa neitt eftir sér en verið væri að skoða hlutina og von væri á fréttatilkynningu síðar í dag. 
Samkvæmt Vísi beinist grunurinn að ákveðnum leikmönnum í liði Tindastóls en ekki að leikmönnum ÍR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir