Veðrið hamlaði opnun
Ekki var hægt að opna skíðasvæðið í Tindastól um helgina eins og ráðgert hafði verið en vitlaust veður var þar efra fram á sunnudag. Það jákvæða í þessu var þó að mikill snjór bættist við þann snjó sem þá þegar var kominn og því ætti að verða gott að skíða strax um næstu helgi en þá á að reyna aftur.
Fyrir brettamenn er hægt að segja ykkur frá því að það er kominn þónokkur snjór í gilin.
Göngusvæðið er að mestu komið inn þannig að vonandi verður þetta allt orðið klárt í næstu viku.
Þannig að niðurstaðan að sögn fjallamanna er sú að lífið er dásamlegt