Veðurteppt Silfurberg
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
17.12.2010
kl. 14.41
Áður auglýstum tónleikum Silfurbergs, sem vera áttu í kvöld í Ásbyrgi á Laugarbakka, hefur verið frestað vegna veðurs. Stefnt er að því að halda tónleikana n.k. mánudagskvöld, 20. desember.
Hljómsveitin Silfurberg starfaði sem einn af Sumarlisthópum Hins Hússins 2010 og flutti þá norræn þjóðlög í eigin útsetningum. Á jólatónleikunum munu hins vegar jólalögin vera ráðandi.
Silfurberg skipa: Baldur Tryggvason, gítar, Daníel Geir Sigurðsson, trompet, Ingi Bjarni Skúlason, hljómborð, Lilja Björk Runólfsdóttir, söngur, Sigmar Þór Matthíasson, bassi, og Þorvaldur Halldórsson, trommur.
Á Fésbókarsíðu Silfurbergs er m.a. hægt að hlusta á jólalagið "Nótt".