Vegagerðin varar við blæðingum í slitlagi

Blæðingar í slitlagi. Mynd:SHV
Blæðingar í slitlagi. Mynd:SHV

Nú er tími mikilla ferðalaga um vegi landsins en einnig tími framkvæmda við vegakerfið og víða er nýlögð klæðning. Vegagerðin varar við því að vegna mikilla hita síðustu daga hefur orðið vart við blæðingar í slitlagi en af því getur skapast hætta.

Til að bregðast við þessu hafa verið settar upp viðvaranir víða um land. Starfsfólk Vegagerðarinnar í öllum landshlutum fylgist vel með aðstæðum og grípur til aðgerða ef þess gerist þörf.

Vegagerðin hvetur vegfarendur til að hafa varann á og virða merkingar og hraðatakmarkanir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir