Veiðileyfi í Blöndu og Svartá á veida.is

Blanda. Mynd:FE
Blanda. Mynd:FE

Sala veiðileyfa í Blöndu og Svartá fyrir komandi veiðitímabil eru nú komin í sölu á veiðileyfavefnum veiða.is. Nýr leigutaki, Starir, tók við svæðunum síðastliðið haust, og hafa ýmsar breytingar verið gerðar á veiðifyrirkomulaginu sem snúa að leyfilegu agni, kvóta og fjölda stanga og er þeim ætlað að stuðla að uppbyggingu svæðana til framtíðar. 

Meðal breytinga sem gerðar hafa verið má nefna að einungis verður leyfilega að veiða með flugu á öllu veiðisvæði Blöndu og Svartár. Síðustu ár hefur blandað agn verið leyfilegt á hluta svæðis I og að öllu leyti á svæði II og III. Önnur breyting sem gerð hefur verið er að aðeins má hirða einn hæng sem er undir 68 cm á hverri vakt á hverja stöng.

Sú megin breyting verður gerð við fyrirkomulag veiðileyfa í Svartá fyrir komandi veiðitímabil er að einungis er greitt fyrir þrjár stangir þegar holl eru bókuð, en veiða má á fjórar stangir. Eins og í Blöndu er kvóti á hverri vakt, einn hængur undir 68 cm á hverja stöng og einungis veitt á flugu. Taka á veiðihúsið við Svartá í gegn fyrir komandi veiðitímabil og þarf hvert holl að greiða húsgjald og innifalið í því er uppábúið og þrif. Eins og áður sjá veiðimenn um sig sjálfir í veiðihúsinu.

Nánari upplýsingar um veiðifyrirkomulag og reglur er að finna á veiða.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir