Veiðimenn úr Húnaþingi vestra greiða lægra veiðigjald en aðrir

Samþykkt var hjá Byggðaráði Húnaþings vestra að veiðimenn úr Húnaþingi vestra sem ætla á rjúpnaveiðar greiði lægri veiðigjald en aðrir á umráðasvæði sveitarfélagsins.

 


Veiðimenn með lögheimili í Húnaþingi vestra greiði kr. 4.000 en aðrir kr. 6.000.
Veiðitímabilið hófst þann 15. Október og stendur til 30. Nóvember.

Á vef Umhverfisstofnunar ust.is eru veiðimenn hvattir til þess að stilla veiðum í hóf og miðað við reiknað veiðiþol stofnsins þá er hófleg veiði þetta haustið 10-15 rjúpur á veiðimann yfir veiðitímabilið

Fleiri fréttir