Veitir sjálfskuldarábyrgð vegna lántöku Hitaveitu Húnaþings

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 28. desember sl. að veita sjálfskuldarábyrgð vegna lántöku Hitaveitu Húnaþings vestra hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 9.000.000- kr. Lánið er til 14 ára og tekið til að fjármagna framkvæmdir við útvíkkun veitusvæðis sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn Húnaþings vestra skuldbindur þar með sveitarfélagið sem eina eiganda Hitaveitu Húnaþings vestra til að breyta ekki ákvæði samþykkta Hitaveitu Húnaþings vestra sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Húnaþing vestra selji eignarhlut í Hitaveitu Húnaþings vestra til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarstjórn Húnaþings vestra sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Fleiri fréttir