Vel heppnaðir gospeltónleikar
Um helgina voru haldnir þrennir gospeltónleikar í Skagafirði og Húnavatnssýslum og tókust afar vel að sögn Sigríðar Stefánsdóttur eins af aðstandendum kórsins.
Kórinn sem samanstendur af kirkjukór Hólaneskirkju á Skagaströnd og annarra áhugasamra gospelsöngvara fluttu 16 íslensk og erlend lög en einsöngvarar voru þau Hugrún Sif Hallgrímsdóttir, Elva Dröfn Árnadóttir, Rakel Tryggvadóttir, Halldór Gunnar Ólafsson, Fanny K Tryggvadóttir og Hrönn Svansdóttir en þær tvær síðasttöldu aðstoðuðu einnig við sönginn.
Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju í Kópavogi sá um kynningu og stjórnandi var Óskars Einarssonar gospelkóngur Íslands en með honum spiluðu Jóhann Ásmundsson á bassa og Brynjólfur Snorrason á trommur.
Meðfylgjandi myndir tók Hrönn Svansdóttir.
.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.