Vel mætt í lýðheilsugöngu að Hegranesvita
Lýðheilsugönguferðir Ferðafélags Íslands eru á dagskrá alla miðvikudaga í september og voru nokkrar farnar í gær á Norðurlandi vestra. Frá Blönduósi var farið í Hrútey, fjaran frá Stöpum að Illugastöðum gengin á Vatnsnesi og Skagfirðingar gengu frá Ósbrú að Hegranesvita. Göngurnar eru hluti af afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu.
Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangurinn með verkefninu að hvetja fólk á öllum aldri til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.
Að sögn Ágúst Guðmundssonar göngustjóra á Sauðárkróki var gönguferðin að Hegranesvita vel heppnuð og þátttakendur voru 22 talsins.
Hægt er að skoða fyrirhugaðar ferðir á Norðurlandi vestra HÉR
Tengd frétt: Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands