Vel tókst til með borun á Reykjum

Fjórða vinnsluholan á Reykjum við Húnavelli. Myndin tekin fyrir desember hretið vonda. Mynd: rarik.is.
Fjórða vinnsluholan á Reykjum við Húnavelli. Myndin tekin fyrir desember hretið vonda. Mynd: rarik.is.

Borun er lokið á fjórðu vinnsluholunni á Reykjum við Húnavelli vegna viðbótarvatnsöflunar fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar. Verði árangur fullnægjandi mun það auka rekstraröryggi veitunnar til framtíðar, segir á heimasíðu RARIK.

Að sögn Rósants Guðmundssonar, kynningarstjóra RARIK, gekk borun vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður og misjafnt veðurfar. „Þess bera að þakka góðri vinnu þeirra sem að verkefninu koma,“ segir hann en borverktaki var Ræktunarsamband Flóa og Skeiða. 
„Fyrstu vísbendingar gefa tilefni til bjartsýni en nú taka við prófanir á afkastagetu holunnar og mun þá endanlegur ávinningur koma í ljós,“ segir Rósant.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir