Verðlaun í jólamyndakeppni Feykis

Sigurvegari í myndasamkeppni Feykis vegna jólablaðsins 2014 er Emilía Ásta Örlygsdóttir á Hólum í Hjaltadal og prýðir falleg mynd hennar Jólablað Feykis 2014. Emilía hlýtur að launum glæsleg verðlaun, Canon Eos 1200D myndavél með 18-55 linsu frá Tengli og auk þess vinningsmyndina prentaða og festa á blindramma í boði Nýprents. Voru verðlaunin afhent í gær.

Þátttaka í keppninni fór fram úr björtustu vonum og vill Feykir þakka fyrir gríðargóðar undirtektir. Alls bárust um 150 myndir í keppnina frá 52 þátttakendum, hver önnur fallegri. Var valið því þrautin þyngri, en mynd Emilíu af börnum hennar, Úlfi Hnefli og Völvu Nótt, fangaði hjörtu dómnefndar. Hún þótt einstaklega falleg og ævintýraleg í senn og jafnframt minna á gleðileg jólin, séð með augum barnanna. Nokkrar myndir úr keppninni verða birtar í Feyki fram að jólum.

Emilía fékk glæsilega Canon 1200 D myndavél frá Tengli í verðlaun. Emilía fékk glæsilega Canon 1200 D myndavél frá Tengli í verðlaun.

Kristín S. Einarsdóttir blaðamaður Feykis afhenti Emilíu verðlaunin. Kristín S. Einarsdóttir blaðamaður Feykis afhenti Emilíu verðlaunin.

Fleiri fréttir