Verðum sterkari sem heild - Feykir spyr
Friðrik Þór Jónsson býr í Skriðu í Akrahreppi, ásamt Sigríði Skarphéðinsdóttir og dætrum þeirra Silju Rún og Sunnu Sif sem nú eru í skóla á Akureyri. Sjálfur vinnur Friðrik í Íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð.
Í tilefni sameiningarkosninga sem fram fara þann 19. febrúar nk. var nokkur kosningabragur á Feyki þessa vikuna líkt og í þeirri síðustu enda ærin ástæða til. Rétt til að heyra í hinum almenna borgara sendi Feykir, af handahófi, nokkrum einstaklingum úr sitthvoru sveitarfélaginu í Skagafirði spurningar til að kanna hug þeirra til verkefnisins.
Hvernig líst þér á að sveitarfélögin í Skagafirði verði sameinuð? -Mér líst mjög vel á það.
Hvað telur þú jákvætt? -Við verðum sterkari sem heild þar sem við búum öll í Skagafirði og getum gert hluti sem eru þá fyrir alla íbúa fjarðarins til dæmis.
Hvað neikvætt? -Ekki neitt.
Hvernig telur þú að sameining eigi eftir að breyta þinni afkomu ef nokkuð? -Mjög lítið og þá bara til hins betra.
Hefur þú fylgst með umræðum og skrifum á heimasíðu sameiningarnefndar Skagfirðingar.is? -Já ég hef fylgst með þeim kynningarfundum sem voru.
Er eitthvað sem þér finnst tortryggilegt sem sett er fram um hugsanlega sameiningu? -Nei.
Er eitthvað þar sem þú ert virkilega sammála? -Já, að sem stærri heildstæðari eining getum við staðið vel að uppbyggingu í Varmahlíð bæði við skólahúsnæði og að auka byggð þar.
Hvað gætir þú hugsað þér að sameinað sveitarfélag myndi heita? -Skagafjörður, þá ekki Sveitafélagið Skagafjörður heldur bara Skagafjörður.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.