Verkefnið Krakkar í norðri: Náttúran og vöktun dýra hlaut styrk úr Loftslagssjóði

Frá vinstri: Einar Ó. Þorleifsson, Bjarni Jónsson, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Jessica Aquino og Sandra M. Granquist.
Frá vinstri: Einar Ó. Þorleifsson, Bjarni Jónsson, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Jessica Aquino og Sandra M. Granquist.

Stjórn Loftslagssjóðs hefur lokið við fyrstu úthlutun úr sjóðnum. Alls bárust 203 gildar umsóknir og voru 32 þeirra styrktar, eða um 16%. Meðal þeirra sem hlutu styrk er verkefnið Krakkar í norðri: Náttúran og vöktun. Það eru Náttúrustofa Norðurlands vestra og Selasetur Íslands sem leiða verkefnið en það er unnið í samstarfi við Háskólann á Hólum og Hafrannsóknastofnun. 

Verkefnisstjórar eru Einar Ó. Þórleifsson hjá Náttúrustofunni og Jessica Aquino, lektor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum og rannsóknastjóri hjá Selasetrinu. Verkefnið verður unnið á Norðurlandi Vestra, frá Skagafirði til Hrútafjarðar. 

Á heimasíðu NNV segir: Áhugasamir krakkar munu búa til eigin vöktunar verkefni undir leiðsögn náttúru og -fuglafræðinga. Dæmi um vöktunarverkefni væru; koma farfugla, skráning á algengum tegundum varpfugla og umferðarfugla frá enn norðlægari slóðum og talning, útbreiðsla og lifnaðarhættir sela.  Upplýsingunum verður safnað saman og munu vísindamenn og fleiri hafa gagn af þessari mikilvægu upplýsingaöflun. Verkefnið mun auka náttúruskilning ungmenna og vitund um náttúruvernd og umhverfisbreytingar á tímum hraðra loftslagbreytingum í norðri.

Helsti markhópur rannsóknarinnar er unglingar í 5. - 8. bekk á Norðvesturlandi en einnig munu kennarar, vísindamenn og aðrir viðkomandi hagsmunaaðilar taka þátt. Sjá nánar á heimasíðu NNV >

Auk þessa verkefnis hlaut verkefnið Rekaviður, þar sem aðalumsækjandi er Nes listamiðstöð á Skagaströnd, styrk úr Loftlagssjóði.

- - - - -

Fréttin var uppfærð 5. júní kl. 16:28

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir