Verklegur morgunverður

Aðrir nemendur og starfsfólk skólans kunnu vel að meta glæsilegar veitingarnar

Nemendur í námskeiðinu Gestamóttaka, gististaðir og veitingar á Háskólanum á Hólum voru í verklegri kennslu í síðustu viku og sáu þá um morgunmat fyrir starfsfólk skólans og samnemendur í deildinni.

Þetta var verkleg æfing þar sem nemendur áttu að skipuleggja og framkvæma. Þeir gerðu það í samvinnu við Ólaf Jónsson kokk í Hólaeldhúsinu og Laufey Haraldsdóttir kennari vakti vel yfir öllu! Nemendur unnu útfrá ákveðnu þema og ímynduðu sér þannig ákveðið tilefni eða ákveðinn hóp kúnna.

Skemmst er frá að segja að nemendur stóðu sig mjög vel.

Fleiri fréttir