Vesturheimsferðir í máli og myndum

Sunna Pam Furstenau mun halda fyrirlestur á Sauðárkróki og Blönduósi þriðjudags- og miðvikudagskvöldið kl. 20. Fyrirlesturinn heitir „The love of Iceland in America“ og fjallar um Vesturheimsferðir í máli og myndum og hvernig Íslendingum reiddi af eftir að þeir komu til Bandaríkjanna.

„Sunna sem er af skagfirskum ættum hefur lagt mikla vinnu í að grafast fyrir um sögu forfeðra sinna. Áhugi hennar á viðfangsefninu er gríðarlegur og hún er einstakur fyrirlesari sem hrífur fólk með sér. Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn sem fer fram á ensku og  er í um klukkustund,“ segir í fréttatilkynningu.

Fyrirlestarnir fara fram í Safnahúsinu á Sauðárkróki á morgun 28. ágúst kl. 20:00 og Laxasetrinu á Blönduósi 29. ágúst kl. 20:00.

Hægt er að fræðast nánar um Sunnu Pam Furstenau á heimasíðunni www.icelandicroots.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir