Vetrarleikar í Tindastól settir í kvöld
Það verður mikið um dýrðir á skíðasvæði TIndastóls um helgina en í kvöld klukkkan 20:00 verða leikarnir settir og munu þátttakendur safnast saman við íþróttahúsið og ganga fylktu liði að Sauðárkrókskirkju þar sem leikarnir verða settir með vetrarleikabrennu söng og samveru.
Á morgun hefst síðan sjálf dagskráin og óhætt að lofa að allir muni þar finna eitthvað við sitt hæfi.
Dagskrá Vetrarleika:
Föstudagskvöld 27. febrúar
kl. 20.00 Safnast saman við íþróttahúsið og gengið í skrúðgöngu að Sauðárkrókskirkju
Setning Vetrarleikanna
Vetrarleikabrenna, söngur og samvera
Laugardagur 28. febrúar
Skíðasvæðið í Tindastól – Ævintýrabraut Vetrarleikanna
kl. 11:00 Fyrirkomulag kynnt
kl. 11.30 Ævintýrabrautin opnar
kl. 12.30 Hádegishlé í 1 klst.
kl. 16:00 Dagskrá lýkur
Sund og afslöppun.
kl. 19.30 Kvöldvaka í reiðhöllinni Svaðastöðum
Sunnudagur 1. mars
kl. 11.00 Skíðaleikar
Stórsvigs- og svigsbraut
Grín og glens!
Foreldrar og börn keppa við hvort annað
kl. 12.30 Hádegishlé í 1 klst.
kl. 15.00 Leikslit og afhending viðurkenninga
Þátttökugjald 1500 kr á mann fyrir 4 ára og eldri (lyftugjald ekki innifalið).
Sjá nánar á www.tindastoll.is/skidi
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.