Vetraropnunartími sundlauganna í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður, Gagnlega hornið
02.09.2014
kl. 11.07
Á heimasíðu sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur verið birtur vetraropnunartími sundlauganna í Skagafirði og er hann sem hér segir:
Sundlaug Sauðárkróks verður opin alla virka daga frá 6:50 til 20:30 og um helgar frá 10:00 til 16:00
Sundlaugin á Hofsósi er opin virka daga frá 7:05 til 13:05 og síðdegis milli kl 17:15 til 20:15. Um helgar frá kl 11:00 til 15:00
Sundlaugin í Varmahlíð er opin mánudaga og fimmtudaga kl 9:00 til 21:00 og þriðjudaga og miðvikudaga kl 9:00 til 20:00. Á laugardögum er opið kl 10:00 til 15:00 og einnig á sunnudögum í september en frá 1. október verður lokað á sunnudögum.
Ekki er getið um opnunartíma í sundlaugunum á Steinsstöðum og Sólgörðum.