Við Hulda göngum 20 hringi samtals
Á íþróttavellinum á Sauðárkróki er aðstaða til íþróttaiðkunar framúrskarandi góð og er hún nýtt af fólki á öllum aldri. Á dögunum rakst blaðamaður á fólk sem nýtir sér hlaupabrautina til að ganga en hún er upphituð og því tilvalin til þessa á veturna þegar hálka er á götum og gangstéttum.
Flóðljósin eru höfð á svo allt svæðið er lýst upp í skammdeginu. Til að gera þetta enn skemmtilegra er vallarhúsið opið tvisvar í viku, mánudögum og fimmtudögum og boðið upp á kaffi. Helga Sigurbjörnsdóttir starfsmaður Sveitafélagsins kemur þá og hellir upp á og mælist það sérlega vel fyrir og er vel mætt í kaffi og spjall. Hilmir Jóhannesson tjáði blaðamanni að hann og Hulda (betri helmingurinn) gengu samtals 20 hringi. -Hulda 18 og ég 2!!!