Víðast greiðfært en annars hálkublettir
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
31.12.2014
kl. 16.28
Allir vegir á Norðurlandi vestra eru nú færir þó víða séu hálkublettir, einkum á malarvegum. Vindhraði er á bilinu 3-10 m/s og hiti um eða yfir frostmarki. Það ætti því að viðra ágætlega til hátíðarhalda í kvöld.
Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er svohljóðandi: Sunnan 8-13 og skúrir eða él. Hægari síðdegis og úrkomuminna. Norðaustan 5-13 á morgun og snjókoma með köflum, hvassast á annesjum. Hiti 0 til 5 stig í dag, en um og undir frostmarki á morgun.