Víðast hvar ágætis færð
Vegir á Norðurlandi vestra eru í það heila færir í dag en víðast hvar eru hálkublettir eða hálka. Lágheiði er ófær og þungfært er í Fljótum en krap og snjór er á Siglufjarðarvegi. Veður er þokkalegt sem stendur en gert er ráð fyrir norðaustan 13-20 m/sek í dag með snjókomu eða slyddu en hvassast vestan til hér á Norðurlandi vestra.
Spáð er hægari vindi með kvöldinu en Veðurstofan gerir ráð fyrir svipuðu veðri á morgun en þó heldur meiri kulda og éljum.
oli@feykir.is