Viðburðastjórnun sem valgrein í Höfðaskóla
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
27.09.2019
kl. 08.42
Á þessu skólaári er boðið uppá viðburðarstjórnun sem valgrein á unglingastigi í Höfðaskóla á Skagaströnd. Fyrsti viðburður vetrarins var sl. miðvikudag þegar unglingarnir héldu spila- og leikjakvöld fyrir nemendur í 5. - 7. bekk. Kvöldið þótti heppnast vel og voru allir himinlifandi með þetta uppábrot, eftir því sem fram kemur á vef skólans.
Ýmislegt er um að vera í skólanum en þann 16. september var haldið upp á Dag náttúrunnar þar sem ýmis verkefni voru unnin í tengslum við þann dag.
Þá eru gangnafundnir haldnir reglulega yfir skólaárið þar sem nemendur safnast saman á ganginum á neðri hæð og stjórnendur fara yfir ákveðna hluti sem við eiga hverju sinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.