Viðhorf Skagstrendinga til ferðaþjónustu
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
22.12.2014
kl. 11.29
Á fundi atvinnumálanefndar Sveitarfélagsins Skagastrandar þann 18. desember sl. kynnti Kristín B. Leifsdóttir verkefni sem hún vann við háskólann í Bifröst. Í verkefninu var leitað svara við spurningunni „Hver eru viðhorf Skagstrendinga til ferðaþjónustu og til frekari uppbyggingar hennar“?
Verkefni Kristínar er aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélagsins. Þar kemur m.a. fram að hátt í 80% þátttakenda telur náttúruna vera helsta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn á Skagaströnd og meirihluti telur atvinnuuppbyggingu mikilvægasta ávinninginn af uppbyggingu ferðaþjónustu. Skýrsluna í heild má lesa hér.