„Viðtökurnar alveg ótrúlegar og þessi verðlaun algjör kóróna“
			
						Hlustendaverðlaunin 2016 fóru fram í Háskólabíói sl. föstudagskvöld. Þar fóru skagfirsku drengirnir, Helgi Sæmundur Guðmundsson og Arnar Freyr Frostason, í hljómsveitinni Úlfur Úlfur heim með verðlaun fyrir bestu plötu ársins, Tvær plánetur, en platan kom út í byrjun síðasta sumars. Félagarnir eru að vonum hæstánægðir með þær góðu viðtökur sem platan hefur fengið.
„Þetta ferli tók miklu lengri tíma en við höfðum áætlað og við tókum mörg tímabil þar sem við sáum fram á að þetta myndi aldrei hafast. Á síðustu metrunum vorum við svo farnir að efast stórlega um að það væri eitthvað varið í gripinn en ákváðum þó eftir að hafa leyft fólki að heyra að gefa hana út. Svo voru viðtökurnar alveg ótrúlegar og þessi verðlaun algjör kóróna,“ sagði Helgi Sæmundur í samtali við Feyki.
Hlustendaverðlaunin eru stærsti viðburður sem útvarpssvið 365 miðla stendur fyrir á hverju ár. Hér að neðan má sjá niðurstöður kvöldsins og þá sigurvegara sem fóru heim með verðlaun:
Erlenda lag ársins
Hello – Adele 
Plata ársins
Tvær plánetur - Úlfur Úlfur                           
Nýliði ársins
Glowie
Söngvari ársins
Páll Óskar Hjálmtýsson                              
Flytjandi ársins
Dimma                                       
Lag ársins
Clystals – Of Monsters and Men                  
Söngkona ársins
Nanna Bryndís Hilmarsdóttir – Of Monsters and Men        
Myndband ársins
See Hell - Agent Fresco
Freyr Árnason
Gísli Þór Brynjólfsson
						
								
