Vígsla áhorfendastúku á Sauðárkróksvelli

Glæsileg stúka en það var samdóma álit þeirra sem sátu þar að skjólgirðing yrði vel þegin fyrir norðanáttinni. Mynd: PF.
Glæsileg stúka en það var samdóma álit þeirra sem sátu þar að skjólgirðing yrði vel þegin fyrir norðanáttinni. Mynd: PF.

Formleg vígsla áhorfendastúku við gervigrasvöllinn á Sauðárkróki fór fram í blíðskaparveðri sl. laugardag að viðstöddu fjölmenni. Björn Jónasson, skipstjóri, fékk þann heiður að flytja viðstöddum ræðu og klippa á borðann eftir að hafa afhent hana, fyrir hönd FISK Seafood, sveitarstjóra Svf. Skagafjarðar, Sigfúsi Inga Sigfússyni, að gjöf.

Ljóst var að án stúku hefði Pepsí Max lið Tindastóls ekki fengið leyfi til að leika heimaleiki á gervigrasinu og því um nauðsynlega framkvæmd að ræða hvað það varðar. Þakkaði Sigfús fyrir höfðinglega gjöf f.h. sveitarfélagsins og minntist einnig á aðra sem komu að framkvæmdinni með sitt framlag, m.a. Steypustöð Skagafjarðar og Þórð Hansen ehf.

Meðfylgjandi er myndband frá vígslunni en beðist er velvirðingar á full hávaðasamri norðangolunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir