Vígsla viðbyggingar við Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra
Á morgun, þriðjudaginn 1.október klukkan 18:00, verður viðbygging Íþróttamiðstöðvar Húnaþings vestra vígð Af því tilefni er íbúum og gestum boðið til móttöku og gefst þeim tækifæri til að skoða aðstöðuna og njóta veitinga.
Á dagskrá eru hestafimleikasýning og tónlistaratriði sem sönghópurinn Jóma flytur og ávörp þeirra Þorleifs Karls Eggertssonar, oddvita sveitarstjórnar Húnaþings vestra, Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, Guðmundar Grétars Magnússonar, fulltrúa menningarráðs Húnaþings vestra og ávarp fulltrúa frá Ungmennasambandi Vestur-Húnvetninga sem er fyrirmyndarfélag ÍSÍ.