Vildarvinir gefa öllum krökkum í 1. - 4. bekk körfubolta
Vildarvinir barna- og unglingastarfs körfuknattleiksdeildarinnar ætla að gefa öllum börnum í 1. - 4. bekk Árskóla, sérmerkta Tindstólsbolta að gjöf á sunnudaginn kemur, milli kl. 12 og 13. Afhendingin fer fram í íþróttahúsinu.
Vildarvinir eru félagsskapur fyrrverandi leikmanna Tindastóls í körfuknattleik og annarra velunnara. Þeir greiða árgjald í félagsskapinn sem unglingaráð notar í einstök verkefni í sínu starfi.
Að þessu sinni var ákveðið að gefa öllum byrjendum í körfuknattleik sérmerkta Tindastólsbolta sem keyptir voru af fyrirtækinu Sport-tækjum í Hveragerði. Boltarnir eru í Tindastólslitunum, með Tindastólsmerkinu og orðsendingu frá Vildarvinunum.
Nemendur í þessum bekkjum eru hvattir til þess að kíkja í íþróttahúsið milli 12 og 13 á sunnudaginn og ná sér í bolta