Vildarvinir vilja kaupa sjóðinn aftur heim

 Hópur stofnfjáreiganda í Sparisjóð Skagafjarðar hefur sent viðskiptaráðherra bréf þar sem þeir fara fram á að fá að kaupa sjóðinn aftur heim. 

 

Í samtali við Feyki staðfesti Gísli Árnason, einn stofnfjáreigenda, að viðskiptaráðherra hefði móttekið bréf þeirra en engin önnur viðbrögð hafi borist úr ráðuneytinu. Gísli og félagar vilja meina að þar sem Sparisjóður Skagafjarðar sé enn rekinn sem sjálfstæð eining innan Afls Sparisjóðs eigi fátt að vera því til fyrirstöðu að sjóðurinn verði aftur alfarið í eigu heimamanna. –Þetta virðist vera það rekstarform sem gengur núna og því þykir okkur ástæða til þess að reyna þetta, segir Gísli.

Fleiri fréttir