Vilja byggja fjölda íbúða á Freyjugötureitnum

Hrafnshóll ehf. hefur áhuga á því að byggja allt að 90 íbúðir á Freyjugötureitnum svokallaða á Sauðárkrói, þar sem áður stóðu verkstæði KS. Á fundi skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar sl. föstudag var tekin fyrir umsókn fyrirtækisins um byggingarsvæðið en þar kemur frama að reiknað sé með að reiturinn verði fullbyggður innan 10 ára.

Óskað var eftir því að Hrafnshóll ehf. fengi heimild til að vinna deiliskipulag af svæðinu og að félaginu verði úthlutað því til framkvæmda. Samkvæmt fundargerð reikna umsækjendur með því að byggja 10-15 íbúðir strax á fyrsta ári.

Reiknað er með að reiturinn verði fullbyggður innan 10 ára, þá með 50 til 90 íbúðum eftir því hvaða útfærsla verður fyrir  valinu. Skipulag- og byggingarnefnd tók jákvætt í erindið og vísaði erindinu til Byggðarráðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir