Vilja sjö en ekki fimm í barnaverndarnefnd
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
03.08.2011
kl. 09.31
Félagsmálaráð Húnaþings vestra setur sig ekki upp á móti þeirri tillögu stjórnar SSNV að skipuð verði sameiginleg barnaverndarnefnd á Norðurlandi vestra. Þó telur Félagsmálaráð að nefndarmenn ættu að vera sjö en ekki fimm eins og gert er ráð fyrir í 4. gr.tillögunnar.
