Villt þú vera með á jóladagatali Skagafjarðar?

Sveitarfélagið Skagafjörður mun gefa út jóladagatal fyrir desember, líkt og síðustu ár, þar sem viðburðir á aðventu og á jólum verða kynntir. Á heimasíðu sveitarfélagsins eru þeir sem ætla að standa fyrir viðburðum í desember hvattir til þess að hafa samband.

Þeir sem hafa áhuga á að koma viðburðum á framfæri eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Guðrúnu Brynleifsdóttur í síma 455 6115 / 898 9820 eða senda póst á gudrunb@skagafjordur.is  í síðasta lagi mánudaginn 15. nóvember.

Ljósin á jólatrénu sem sveitarfélagið mun fá frá vinabænum Kongsberg í Noregi verða tendruð laugardaginn 27. nóv. n.k

Fleiri fréttir